Skátarnir
Home Blog

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni auglýsir eftirfarandi lausar stöður.

Tjaldvörður

Verkefni tjaldvarðar:
• Umsjón með tjaldsvæði Útilífsmiðstöðvarinnar.
• Ber ábyrgð á innkaupum fyrir tjaldmiðstöðina.
• Skipuleggur þrif tjaldsvæðis í samráði við Staðarhaldara.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum verkefnum, sé sveigjanlegur og jákvæður í samskiptum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. maí eða fyrr ef þess er kostur.
Umsóknir skulu sendar til ulfljotsvatn@skatar.is fyrir 12. apríl.

Matráður

Verkefni matráðs:
• Stjórnun eldhúss og matreiðslu fyrir allt að 100 manns.
• Ber ábyrgð á innkaupum fyrir eldhús og þrif.
• Skipuleggur þrif húsnæðis í samráði við Staðarhaldara.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum verkefnum, sé sveigjanlegur og jákvæður í samskiptum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. maí eða fyrr ef þess er kostur.
Umsóknir skulu sendar til ulfljotsvatn@skatar.is fyrir 12. apríl.

Sumarstarfsmenn

Verkefni sumarstarfsmanna:
•Aðstoð í eldhúsi
• Þrif
• Garðvinna
• Vinna við tjaldsvæði
• Vinna við dagskrá staðarins.

Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af vinnu með börnum (reynsla af skátastafi er góð en ekki nauðsynleg).
Þeir þurfa að vera virkir og jákvæðir og tilbúnir að taka að sér fjölbreytt verkefni.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 25. maí eða fyrr ef þess er kostur.
Umsóknir skulu sendar til ulfljotsvatn@skatar.is fyrir 30. apríl.

Eftir lokun síðustu vikna er útilífsmiðstöðin opin á ný. Nýr hópur alþjóðlegra sjálboðaliða hefur hafið störf og hinar sívinsælu skólabúðir eru komnar á fullt skrið. Framundan er haust með pakkaðri dagskrá; hópefli, fleiri skólabúðir, ráðstefna leiðtoga í skátastarfi, vetrarskátamót og margt fleira.

Tjaldsvæðinu hefur þó verið lokað fyrir veturinn. Við þökkum fyrir frábært sumar!