Hópefli

 

 

Góður árangur felst í góðri liðsheild. Hvataferðir, hópefli og fjörefli eru góðar leiðir til að efla starfsanda, kynnast vinnufélögunum undir nýjum kringumstæðum og styrkja tengsl innan fyrirtækisins.

Hafið samband í síma 482 2674 eða á ulfljotsvatn@skatar.is til að bóka skemmtilega dagskrá á Úlfljótsvatni og gera gott lið enn betra!

Smelltu hér til að skoða þessar upplýsingar í pdf-bæklingi.

 

Everest

Meira að segja Everestfarar þurfa að byrja einhverstaðar. Klifurturninn á Úlfljótsvatni er sá hæsti á landinu, það þarf því að vinna saman til að ná sem flestum stigum í kapphlaupinu á toppinn. Hópurinn byrjar á því að gera einfaldar (og líka flóknar) hópeflisæfingar til að hita sig upp. Allir fá svo kennslu í öryggisatriðunum og svo hefst ferðalagið á toppinn. Hérna þarf ekkert súrefni en það þarf að tala saman og skipuleggja ferðalagið vel svo að allir geti skinið skært.
Frábær leið til að hrista hópinn saman og bæta samvinnuna. Eftir keppnina kemur hópurinn saman og borðar dýrindis grillmáltíð sem grillmeistarar okkar undirbúa og framreiða. Ljúffengir lúxus-hamborgarar með öllu eða blandað grill með öllu er í boði. Hópurinn nýtur svo máltíðarinnar saman á meðan leikjastjórinn okkar afhendir viðurkenningar fyrir frábæran árangur.

 • Matur:
  Grillaður lúxus hamborgari með öllu og frönskum eða:
  Blandað grill með, salati, sósum og kartöflum.

Verð: 5.400 kr. á mann með hamborgaraveislu, 6.900 kr. á mann með blönduðu grilli (miðað við 10 manna hóp, drykkir ekki innifaldir*).
Tími: Um 3 klst.
Innifalið: Kennsla, búnaður, aðstaða og matur.

 

Hrói og Catniss koma í bæinn

Vinaleg bogfimikeppni er skemmtileg leið til að hrista hópinn saman. Við byrjum á að gera nokkrar hópeflisæfingar og svo fá allir kennslu í hinni göfugu bogfimilist. Hópurinn fer svo í skemmtilega keppni þar sem allir fá tækifæri til að spreyta sig. Eftir keppnina er boðið upp á gómsæta hamborgara eða blandað grill sem grillmeistarar okkar undirbúa og framreiða á meðan Hrói og Catniss berjast um sigurinn.

 • Matur:
  Grillaður lúxus hamborgari með öllu og frönskum eða:
  Blandað grill með, salati, sósum og kartöflum.

Verð: 5.400 kr. á mann með hamborgara-veislu, 6.900 kr. á mann með blönduðu grilli (miðað við 10 manna hóp, drykkir ekki innifaldir*).
Tími: Um 3 klst.
Innifalið: Kennsla, búnaður, aðstaða og matur.

 

Fjölskyldudagur fyrir fyrirtækið

Úlfljótsvatn hefur um árabil tekið á móti fyrirtækjum og hjálpað þeim að búa til skemmtilegan fjölskyldudag. Í ár er engin breyting á því. Við bjóðum fyrirtækjum upp á einfalda pakka sem hjálpa þeim að halda skemmtilegan fjölskyldudag í einstöku umhverfi. Góð dagskrá, matur og kaffi fyrir alla og það þarf ekkert að gera nema bóka.

Netti fjölskyldudagurinn:

 • Skemmtilegur ratleikur um svæðið.
 • Heimsókn í orkusýningu Landsvirkjunar í byrjun eða lok dagsins (opið til 17 alla daga).
 • Klifurturninn (hæsti á landinu!) opnaður fyrir hópinn EÐA bogfimikeppni og -kennsla fyrir hópinn.
 • Pylsuveisla EÐA hamborgaraveisla frá grillmeisturum Úlfljótsvatns.

Stóri fjölskyldudagurinn:

 • Skemmtilegur ratleikur um svæðið.
 • Leikir með leiðbeinendum Úlfljótsvatns
 • Heimsókn í orkusýningu Landsvirkjunar í byrjun eða lok dagsins (opið til 17 alla daga).
 • Klifurturninn og bogfimin opin fyrir hópinn
 • Hamborgaraveisla EÐA blandað grill frá grillmeisturum Úlfljótsvatns.

Risa fjölskyldudagurinn:

 • Skemmtilegur ratleikur um svæðið.
 • Leikir með leiðbeinendum Úlfljótsvatns
 • Heimsókn í orkusýningu Landsvirkjunar í byrjun eða lok dagsins (opið til 17 alla daga).
 • Klifurturninn og bogfimin opin fyrir hópinn
 • Bátarnir opnir fyrir hópinn
 • Hoppukastali á svæðinu
 • Hamborgaraveisla EÐA blandað grill frá grillmeisturum Úlfljótsvatns.

 

Ertu með spurningar eða viltu bóka heimsókn? Hafðu samband í síma 482 2674 eða á ulfljotsvatn@skatar.is. Við tökum vel á móti ykkur.

*Drykkir eru ekki innifaldir en hægt er að koma með eigin og/eða kaupa gos á staðnum. Fyrir aðrar hópastærðir og til að ræða aðra möguleika á matseðli, vinsamlegast hafið samband.